Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6199

Fjármálaráðherra með hálfsannleik, aftur

$
0
0

Raunalegt er til þess að vita að þessi kaldrifjaði kapítalisti og afturhaldsseggur sé orðið sérstakt efnahagsvandamál.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Sá sem situr núna í embætti fjármálaráðherra sýndi enn og aftur og núna í Kastljósviðtali hvað illa útbúinn hann er til að sinna embættinu. Í þættinum kom fram að ekki standi til að hækka atvinnuleysisbætur hjá þeim vaxandi hópi 17 þúsund manna sem eru án atvinnu. Ráðherrann gengur um með þá ranghugmynd að atvinnulausir vilji ekki vinna. Svona eins og það sé val eða eftirsóknarvert að vera atvinnulaus. Mér datt helst í hug að ráðherrann hafi verið að lýsa sjálfum sér.

Aðspurður í Kastljósi af hverju ekki sé skynsamlegt að hækka atvinnuleysislaun þeirra sem misst hafa vinnuna þá sagði ráðherrann að hann hefði talað við nokkra atvinnurekendur í sumar á ferð sinni um landið. Þeir hefðu sko sagt honum að þeim hefði ekki tekist að ráða í öll laus störf. Þar með voru örlög atvinnulausra ráðin. Hér gerist ráðherrann sekur um að vera hálfsaga því hann talaði augljóslega ekki við þá sem eru atvinnulausir. Kynnti sér ekki þeirra hlið á málinu. Ráðherrann fullyrti síðan að atvinnuleysislaun megi bara ekki vera hærri en þessi 240 þúsund krónur á mánuði eftir skatta því þá letji það fólk í atvinnuleit. Með öðrum orðum atvinnulausir þurfa að kveljast og stefna í gjaldþrot til að það nenni að vinna. Líka  þegar enga vinnu er að fá! Ráðherrann rétti fólkinu skel til að lepja dauðann úr. Raunalegt er til þess að vita að þessi kaldrifjaði kapítalisti og afturhaldsseggur sé orðið sérstakt efnahagsvandamál. Almannahagsmunir kalla á nýjan fjármálaráðherra og gott er til þess að vita að stutt er í kosningar. Jafnvel skemur en margur heldur.  

Þó fjármálaráðherra Íslands hafi ekki þurfti að svitna mikið um ævina.

Ég hef sjálfur talað við atvinnurekendur í sumar og þau samtöl voru eftirminnileg. Einn er hótelstjóri út á landi á stað sem ekki er alveg í alfaraleið, samt á sögufrægum stað og ekki svo langt frá þjóðveginum. Ég tók eftir því að hann þjónaði til borðs í morgunmatnum og ég sagði að mér fyndist hann sýna starfsmönnum gott fordæmi. Hann sagði mig misskilja því honum hefði ekki tekist að manna öll störf. Samtalinu vatt fram og þá kom í ljós að þeir sem sýnt höfðu starfinu áhuga bjuggu í kaupstað í klukkustunda akstursfjarlægð. Þannig að umsækjandi hefði annað hvort þurft að keyra um langan veg á eigin kostnað eða leigja herbergi á staðnum fyrir 70 þúsund krónur á mánuði samkvæmt hótelstjóranum. Og hver eru launin spurði ég, 350 þúsund krónur var svarið. Einmitt, borgar hótelið svona léleg laun svaraði ég um leið og ég benti á 15 milljón króna bílinn hans og Rolex úrið.

Niðurstaðan er sú að fólkið hefði verið ver statt fjárhagslega með því að taka við starfinu vegna þess að launin eru bæði svo léleg og tilkostnaðurinn við að sækja vinnu of mikill. Ef viðkomandi býr á staðnum þar sem vinnan fer fram í þessu tilviki þá þarf að hann samt að standa straum að kostnaði við eigið íbúðarhúsnæði í kaupstaðnum. Skuldirnar hverfa ekkert né mánaðarlegir reikningar. Nú ef hann ákveður að keyra þá hrannast bensín kostnaðurinn upp ásamt viðhaldi á bílnum eftir malarvegsakstur. Þannig að atvinnurekendur þurfa að hugsa sinn gang og bjóða betri kjör í stað þess að moka undir sjálfan sig og betla ölmusu úr ríkissjóði í formi hlutabóta. Já, og hætta að keyra svona dýra grobbbíla. Kaldrifjaða afturhaldsseggnum fannst þessi hlið atvinnuleytandans ekki eiga erindi. Hann var þá þegar búinn að móta sína grunnhyggnu afstöðu, sem líkist stuðningi við þrælahald.

Nú vitum við vel að heimurinn varð fyrir eftirspurnaráfalli vegna veirunnar. Í Bandaríkjunum þá hrannaðist atvinnuleysi upp. Þar var ákveðið að hækka atvinnuleysislaun um 331 þúsund krónur á mánuði í fimm mánuði því hagstjórnarúrræðið virkar samstundis á eftirspurnarhliðinni. Innlend eftirspurn rauk upp og atvinnuleysi dróst saman um 29 prósent. Núna er í gangi annað fimm mánaða tímabil í Bandaríkjunum þar sem atvinnuleysislaun eru hækkuð um 221 þúsund krónur á mánuði. Þar vestra þá vita menn að fólk vill vinna þó fjármálaráðherra Íslands hafi ekki þurfti að svitna mikið um ævina.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6199