


Þar er sagt að hvorki Bjarni Ben fjármálaráðherra né yfirstjórnin hafi komi að afgreiðslu málsins. Trúi sá sem trúa vill!
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Í grein minni „Ráðuneyti Bjarna Ben beitti sér gegn prófessor Þorvaldi Gylfasyni“ er birt afrit af tölvupósti frá Ólafi Heiðari Helgasyni starfsmanni Fjármálaráðuneytisins. Pósturinn byggir á lygi. Nú hefur ráðuneytið sent frá sér svör við spurningum Kjarnans um málið. Þar er sagt að hvorki Bjarni Ben fjármálaráðherra né yfirstjórnin hafi komi að afgreiðslu málsins. Trúi sá sem trúa vill!
Nú er það svo að sjaldan er ein báran stök og ekki auðvelt að trúa þegar ein lygi hefur verið opinberuð. Þess vegna þarf ráðuneytið að útskýra fyrir þjóðinni hverjir fjölluðu um málið innan ráðuneytisins með nákvæmum hætti og tóku ákvörðun að styðja ekki við Þorvald Gylfason heldur styðja frekar Pakkarinen. Hverjir bera ábyrgðina? Í þessu samhengi þá vil ég benda á meðfylgjandi tölvupóst frá ráðuneytinu dagsett áttunda nóvember 2019, en þar segir orðrétt „That's right – he does not enjoy our support“.
Hverjir eru þessir við sem Ólafur Heiðar vísar í enda augljóst að hann var ekki einn að verki?
