Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6207

Samtökin flögguðu heygarðshorninu

$
0
0

Síðan er skálað í nýja tegund kampavíns sem heitir „Le afneitun“.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Samtök atvinnulífsins eru föst í að segja hálfsannleik í ómálefnalegum áróðri gegn launþegum landsins. Að mati báknsins í Borgartúninu er Ísland langbest í heimi. Nýlega rituðu oddvitar Samtakanna með Halldór Benjamín í forgrunni grein í Moggann í tilefni af 20 ára afmæli báknsins. Greinin olli ekki vonbrigðum enda var gömlu handónýtu heygarðshorni flaggað. Í greininni er endurtekið að hér á landi sé verðmætasköpunin 25% meiri en að meðaltali hjá öðrum OECD löndum. Síðan er klykkt út og sagt að Ísland sitji í fimmta sæti á þessum heimslista. Í greininni er ekkert fjallað um hvað landinn þrælar mikið fyrir verðmætunum.

Þegar þrældómurinn er tekinn með í reikninginn þá er landið ekki við toppinn heldur slugsar það undir meðallagi. Vinnudagarnir á Íslandi eru langir, margir í 2-3 störfum til að lifa af. Með þrældóminn í jöfnunni þá situr Ísland í 25 sæti heimslistans. Í kringum okkur eru lönd eins og Slóvenía, Síle, Búlgaría, Kosta Ríka og Ungverjaland. Fjórtán sætum ofar sitja Noregur og Finnland. Svo erum við nær botninum en toppnum.

Um þetta vill báknið í Borgartúninu alls ekki tala heldur er öllu pakkað inn í fjólublátt sellófan. Síðan er skálað í nýja tegund kampavíns sem heitir „Le afneitun“.

Að sitja svona neðarlega á þrælalistanum endurspeglar að íslenskir fyrirtækjastjórar eru að jafnaði undir meðallagi í getu. Þessi staðreynd blasir bara við þegar opinber gögn eru greind. Klof nýlenduhugarfars ríður röftum á Íslandi og hefur gert frá örófi alda. Þessu þarf að breyta. Hyggilegast að byrja hjá Samtökunum og skipta nýlendugenginu út. Þá fyrst eru Samtökin viðræðuhæf!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6207