

Þann 7. október 2008, birti Seðlabankinn svohljóðandi
frétt: „Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, tilkynnti
formanni bankastjórnar Seðlabankans í morgun að staðfest hefði verið að
Rússland myndi veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra. …
Putin forsætisráðherra Rússlands hefur staðfest þessa ákvörðun.“
Umsögn.
1. Þann 6. október 2008 afhenti
Seðlabankinn Kaupþingi nánast allan gjaldeyrisvarasjóð Íslands.
2. Af tilkynningu sendiherra
Rússlands þann 7. október er ljóst að viðræður um lánafyrirgreiðslu Rússa höfðu
verið í gangi um einhvern tíma - og Putin síðan „staðfest“ niðurstöðuna.
3. Af líkum má ráða að Seðlabanki
Íslands hafi sett fram beiðni um lánafyrirgreiðsluna í samráði við ríkisstjórn
Íslands.
4. Hins vegar hafa nánari
upplýsingar um þetta efnahagslega og pólitíska stórmál ekki komið fram
opinberlega.
Þessi frétt Lánabeiðni Íslands til Rússlands birtist fyrst á miðjan.is.