

Gunnar Smári skrifar:
Til hvers í veröldinni er Guðlaugur Þór og ríkisstjórnin að
lýsa því yfir að við Íslendingar styðjum svínslegar aðgerðir ríkisstjórnar
Donalds Trump gegn almenningi í Venesúela? Og öðrum löndum líka, eltir
Guðlaugur Þór og ráðherrarnir ekki sjúka stefnu haukanna í Washington gegn
almenningi í Íran, á Kúbu, í Nikaragva og víðar. Til hvers er verið að tengja
okkur við þetta hyski, sem án nokkurs vafa er hættulegasta fólk heims?
Þessi frétt Til hvers að tengjast þessu hyski? birtist fyrst á miðjan.is.