Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6209

Gjáin í Sjálfstæðisflokki dýpkar enn

$
0
0

Styrmir Gunnarsson skrifar á styrmir.is.

„Dagblaðið Daily
Telegraph, sem lengi hefur verið í áþekkum tengslum við Íhaldsflokkinn í
Bretlandi, eins og Morgunblaðið var lengi í við Sjálfstæðisflokkinn, lýsir
ástandinu í flokknum á þann veg, að líkja megi við borgarastyrjöld vegna
BREXIT.“

Hann segir vera of langt
gengið að líkja skoðanaágreiningi í Sjálfstæðisflokknum um Orkupakka 3 frá ESB
við borgarastyrjöld, en tilfinningar séu sterkar og fara harðnandi.

„Hvað er gert í
lýðræðislegum stjórnmálaflokki, þegar svo er komið? Þá talar fólk saman,“
skrifar Styrmir.

„Heyrzt hefur að
forystusveit Sjálfstæðisflokksins hafi fengið hvatningu um að efna til slíks
samtals við hina virku grasrót í flokknum með því að efna til málþings, þar sem
fram kæmu talsmenn beggja sjónarmiða og málin yrðu rædd fyrir opnum tjöldum.

Það verður fróðlegt að
fylgjast með því, hvernig slíkum hvatningum verður tekið. Verði þær virtar að
vettugi segir það sína sögu.“

Þessi frétt Gjáin í Sjálfstæðisflokki dýpkar enn birtist fyrst á miðjan.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6209