

Meðalhækkun kröfugerðarinnar fyrir atvinnulífið er 6,5 prósent á regluleg laun.
Guðmundur Gunnarsson skrifar:
Lægstu launin hækka úr 300 þúsundum í 425 þúsund á þremur árum, eða um 13,9 prósent á ári sem þýddi að lægstu laun hækkuðu um 41,7 prósent á samningstímanum. Fjármálaráðherra og hans félagar tóku sér hins vegar 42% hækkun afturvirkt.
Þeir sem eru með 900 þúsund á mánuði í upphafi
samningstíma fá 4,6 prósenta hækkun launa á ári eða 13,9 prósent á þremur árum
sem svarar til árlegra hækkana lægstu launanna í prósentum talið.
Það sem talsmenn SA og fjármálaráðherra halda fram um
það sé verið að fara fram á sextíu til áttatíu prósenta hækkun þvert yfir
atvinnulífið þá er það eins vitlaust og nokkuð getur mögulega verið.
Meðalhækkun kröfugerðarinnar fyrir atvinnulífið er 6,5 prósent á regluleg laun.
Þessi frétt Eins vitlaust og nokkuð getur verið birtist fyrst á miðjan.is.