Árni Gunnarsson skrifar: Hörmungarástand er á lífríki Eystrasalts. Botndýralíf er að mestu horfið og nýlega var greint frá því, að þorskstofnin væri í mikilli hættu. Ástæðan: Gríðarlegt magn af lífrænum efnu, sem með einum og öðum hætti berast í hafið. Fjöldi risastórra skemmtiferðaskipa fer á milli hafna í Eystrasaltinu og hafa skipstjórnarmenn verið grunaðir um að sleppa þar út gífurlegu magni af lífrænum efnum frá klósettum og frárennsli frá þvottahúsum og eldhúsum.
Í nokkrum höfnum er aðstaða til að losna við efnin í hreinsistöðvar í landi, en skipin þurfa að losna við allt frárennsli á tveggja sólarhringa fresti. Í sumum skipanna eru hreinsitæki, sem grófhreinsa frárennslið. Hins vegar er allt látið fara í hafið, þegar skipin eru komin 12 mílur frá landi. Magnið er gífurlegt og hefur mikil áhrif á lífríkið. Norska sjónvarpið sýndi í vikunni mynd, sem sýndi og sannaði hvernig eitt af risastóru skemmtiferðaskipunum lét allan óþverrann fara í hafið.
Í huga mínum vaknaði spurning um eftirlit her á landi með þeim mikla fjölda skemmtiferðaskipa, sem hingað koma. Fjölmiðlar þyrftu að kanna málið og fá að vita hvernig þessum losunarmálum er háttað.
Þessi frétt Dauði Eystrasaltins og skemmtiferðaskipin birtist fyrst á miðjan.is.