Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6205

Fréttablaðið óttast byltingu

$
0
0

„Niðurstaða komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði mun ráða miklu um hvort framhald verði á þessari ískyggilegu þróun. Þar vilja áhrifaöfl í verkalýðshreyfingunni, stýrt af byltingarfólki með takmarkað umboð á bak við sig, efna til átaka við allt og alla og tefla á tæpasta vað. Nái þau sínu fram þarf ekki að spyrja að leikslokum.“

Þetta er orðrétt tilvitnun í leiðara dagsins í Fréttablaðinu. Það er Hörður Ægisson sem skrifar.

Óttinn við breytingar er mikill og víða. Það er vonandi að það fólk sem Hörður freistar að gera lítið úr verði þess  megnugt að kalla fram breytingar á samfélagi óréttlætis og misskiptingar. Þurfi byltingu til, þá verður að bylta.

-sme

Þessi frétt Fréttablaðið óttast byltingu birtist fyrst á miðjan.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6205