


Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Á Íslandi þá er siðferðið í forsætisráðuneytinu af lágkúrulegum toga.
Á sama tíma aðhefst Katrín Jakobsdóttir ekkert í málinu enda Vinstri græn orðin þekkt fyrir að færa siðferðisviðmið til hins verra.
Varaformaður Seðlabanka Bandaríkjanna sagði af sér í gær vegna rannsóknar á hlutabréfaviðskiptum, sem hann átti í á sama tíma og bankinn var að móta björgunaraðgerðir í upphafi kóvít-19 faraldursins. Það gerir hann þrátt fyrir að eiga aðeins tvær vikur eftir af kjörtímabili sínu. Þetta kemur fram í bréfi til forseta Bandaríkjanna og í tilkynningu bankans.
Áður höfðu tveir aðrir stjórnarmenn sagt af sér vegna samskonar viðskipta eftir að viðskiptin voru opinberuð. Seðlabankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna átti einnig í hlutabréfaviðskiptum á þessum tíma og sætir hann nú æ meiri þrýstingi vegna málsins. Þrátt fyrir þetta þá hyggst forseti Bandaríkjanna endurskipa núverandi seðlabankastjóra, en sú ætlan sætir vaxandi andstöðu innan hans eigin flokks. Forsetinn gæti þurft að finna nýjan aðila til að gegna embættinu.
Á Íslandi þá er siðferðið í forsætisráðuneytinu af lágkúrulegum toga. Ekki einungis er að núverandi seðlabankastjóri Seðlabanka Íslands eigi sér vafasama fortíð frá því fyrir fjármálahrunið heldur einnig að hann er ásakaður um rit- og hugverkastuld í tveimur aðskildum málum. Í öðru þeirra þá hafa óvilhallir matsaðilar á vegum Alþingis staðfest að enginn vafi leiki á að starfsmenn nefndar um fall sparisjóðanna hafi nýtt sér hugverk Árna H. Kristjánssonar. Það sem meira er að einn af starfsmönnum nefndarinnar hefur gengist við stuldinum ólíkt seðlabankastjóra. Seðlabankastjóri sýnir ekki á sér fararsnið og hyggst þar með trampa á orðspori bankans og Íslands þar með. Á sama tíma aðhefst Katrín Jakobsdóttir ekkert í málinu enda Vinstri græn orðin þekkt fyrir að færa siðferðisviðmið til hins verra.