Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6196

Fíguruháttur Umboðsmanns Alþingis og forseta Alþingis

$
0
0

Klíkutengsl allsráðandi og þingmaður áminntur fyrir málefnalega tjáningu.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Settur Umboðsmaður Alþingis Kjartan Bjarni Björgvinsson var að senda frá sér nýtt álit. Sett er út á að tengsl matsaðila við tiltekinn umsækjanda um starf hjá sveitarfélagi hafi haft áhrif á það hver var ráðinn. Með öðrum orðum, kröfur stjórnsýslulaga varðandi hlutleysi matsaðila gagnvart umsækjendum var ekki uppfyllt. Þetta er gott eins langt og það nær, en skýtur samt skökku við þegar haft er í huga hvernig Kjartan sjálfur var ráðinn í starf setts Umboðsmanns. Hann fór ekki í gegnum neitt matsferli óháðra aðila heldur var hann handvalinn af Steingrími Joð. Tillaga Steingríms fór síðan umræðulaust í gegnum forsætisnefnd Alþingis.

Álit Kjartans er því ekki trúverðugt þó það geti verið efnislega rétt. Umsögnina skortir móralskt bakland. Staðan sem er uppi er heldur ekki hvetjandi fyrir aðra innan stjórnsýslunnar þegar svona er búið um hnútana hjá embættinu. Auðvitað er ástandið á ábyrgð Steingríms Joð og enn eitt dæmið um hversu illa hann ræður við embætti forseta Alþingis. Klíkutengsl allsráðandi og þingmaður áminntur fyrir málefnalega tjáningu. Tjáningu sem var á alla mælikvarða betri en öskuróp og uppnefningar Steingríms í ræðustól Alþingis. Svo þarf ég vart að minnast á það þegar Steingrímur grætti Ingu þingmann beint úr ræðustól alþingis. Embætti Umboðsmanns og forseta Alþingis eru illa löskuð.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6196