


Næsta víst er að margar konur og margir karlar upplifa svik.
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Um næstu áramót verður gerð breyting á tekjuskattskerfinu annað árið í röð í tengslum við Lífskjarasamninga. Yfirlýstur tilgangur ríkisstjórnarinnar er að lækka tekjuskatta með sérstakri áherslu á tekjulága hópa. Hver man ekki eftir glærusýningunni og sigurreifum oddvitum ríkisstjórnarinnar þegar samningarnir voru kynntir. Nú þegar fyllri upplýsingar hafa komið fram þá get ég reiknað árangurinn út og sýnt hann á einfaldri mynd sem fylgir.

Á myndinni má vel sjá hvað ríkisstjórnin átti við með sínum sérstöku áherslum. Lengst til hægri liggur blá súla forsætisráðherra. Katrín Jak hefur bætt eigin stöðu um 9.006 krónur á mánuði miðað við óbreytt laun yfir tímabilið. Ráðstöfunartekjur lægst launuðu konunnar hækkuðu um 13.243 krónur eins og rauða súlan lengst til vinstri sýnir. Viðeigandi er að Katrín liggi yst í öfga hægrinu á myndinni í ljósi sérkennilegra viðhorfa til þess hvað telst vera vera sérstök áhersla á þá sem eru með lægstu launin. Munurinn á Katrínu og lægst launuðu konunni er 4.237 krónur. Lúalegra verður það ekki. Næsta víst er að margar konur og margir karlar upplifa svik.
Nóttin er þó ekki öll úti og getur ríkisstjórnin enn þá gyrt sig í brók þegar fjárlagafrumvarpið verður afgreitt frá Alþingi.