Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6199

Eins og reyttur hani

$
0
0

Ég spái að stutt sé í breytingar á daglegri forystu samtakanna, trúverðugleiki hennar hvarf í dag endanlega.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Það er ekki sjón að sjá Halldór Benjamín oddvita Samtaka atvinnulífsins. Eftir innantómar hótanir um uppsögn Lífskjarasamninga og atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum, sem aldrei fór fram, þá fékkst ekkert aukalega. Framkoman líktist aftur á móti fjárkúgun og hefur þjóðin enga þolinmæði fyrir slíku. ASÍ stóð sig vel og fast í fæturna á meðan fjaðrafokið gekk yfir. Ríkisstjórnin haggaðist lítt enda hefði annað litið illa út. Hún tilkynnti þó samt um aðgerðir um atriði sem þá þegar voru í farvatninu. Eftir ákvörðun samtakanna um að hætta látalátunum þá stendur Benjamín fjaðralítill á eftir með úfið parrukið. Hann reynir samt að klóra í bringu ASÍ. Ásakar launþegahreyfinguna um að hafa ekki viljað bregðast við forsendubresti sem enginn er. Hinn almenni félagsmaður minni og meðalstórra fyrirtækja fylgdi oddvitanum ekki að máli og því guggnaði forystan á að halda atkvæðagreiðslu. Ég spái að stutt sé í breytingar á daglegri forystu samtakanna, trúverðugleiki hennar hvarf í dag endanlega.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6199