Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6213

Veik staða Halldórs Benjamíns

$
0
0

Barlómakórinn í Borgartúni 35 er með rörsýn og sér ekki annað en ferðaþjónustuna.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) lýsti því yfir í gær að forsendur Lífskjarasamninga væru brostnar. Á nú að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um að standa ekki við óorðnar og umsamdar kauphækkanir. Málið er bara að staða Halldórs Benjamíns meðal almennra félagsmanna er veik þó hann eigi stuðning félaga eins og Icelandair vísan. Hinn almenni félagsmaður hlustar ekki á manninn.

Þjóð man vel eftir ítrekuðum yfirlýsingum Halldórs Benjamíns fyrir gerð Lífskjarasamninga í fyrra um að ekki væri grundvöllur fyrir kauphækkunum. Fór svo að lögð var sérstök áhersla á kjarabætur til láglaunafólks. Nú rúmlega ári eftir samningana þá segja opinberar upplýsingar að hinn almenni félagsmaður SA og undirfélaga hafði aðra skoðun en hinn rándýri Halldór Benjamín samanber myndin sem fylgir. Þar má glögglega sjá að laun hækkuðu upp allan launaskalann. Eitthvað sem átti ekki að vera hægt vegna þess að forsendurnar skorti. Burt séð frá hverjar niðurstöður í atkvæðagreiðslu verða þá má búast við að hinn almenni félagsmaður standi við gerða samninga enda gengur víða vel í hagkerfinu. Barlómakórinn í Borgartúni 35 er með rörsýn og sér ekki annað en ferðaþjónustuna.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6213