Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6199

Fjármálaráðherra er vond heimild

$
0
0

Þarna dregur ráðherrann alla launþega landsins saman í einn grautarpott og alhæfir.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Það er ekki nýtt að taka þurfi núverandi fjármálaráðherra með fyrirvara. Hann á auðvelt með að fara á svig við sannleikann eða vera hálfsaga. Allt gert til að teikna upp mynd af hliðarheimi til að sefa múginn. Ræðustóll Alþingis er óhikað nýttur í falskan áróður. Í júní síðastliðinn þá sagði ráðherrann að laun í landinu hafi hækkað fimmfalt á umliðnum 25 árum. Þarna dregur ráðherrann alla launþega landsins saman í einn grautarpott og alhæfir.

Á myndinni sem fylgir þá ber ég saman hvernig ráðstöfunartekjur einstæðrar barnlausrar konu, á aldrinum 35-49 ára, sem er á leigumarkaði hafa þróast síðastliðin 23 ár í samanburði við tekjuhæsta hópinn sem fjármálaráðherra tilheyrir sjálfur. Ekki er tekið tillit til fjármagnstekna, en þeir launaháu turna láglaunafólk í þeim efnum. Glögglega má sjá að ráðstöfunartekjur (það sem fólk lifir á) launahæsta hópsins hækkaði 406 prósent umfram hækkun þeirra launalægstu. Gagnvart næst og þriðju launalægstu hópunum þá er umfram aukning hinna launahæstu 225 og 179 prósent á umræddu tímabili.

Ef ég legg saman mánaðarlega hækkun ráðstöfunartekna þriggja lægst launuðu hópa landsins þá er hækkun launahæsta hópsins samt 16 prósent meiri en samtala hópanna þriggja. Þetta sýnir svart á hvítu að launaójöfnuður í landinu hefur aukist og skattkerfinu hefur verið beitt í öfuga átt við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Fólk eins og fjármálaráðherrann ríður um á bökum fátæks almúgans og kann ekki að skammast sín.

Fjármálaráðherra fjallaði um síðustu 25 ár, en ég hef aðeins aðgang að upplýsingum fyrir síðastliðin 23 ár eða til ársloka 2018. Launabreytingar áranna 2019 og 2020 breyta þessari mynd aftur á móti ekkert. Sem dæmi þá hækkuðu laun ráðherra á vormánuðum í kringum 200 þúsund krónur á mánuði eða langtum meira en hækkanir hjá láglaunafólki.   


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6199