Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6192

Aðalhagfræðingur ósammála sjálfum sér

$
0
0

Bankinn spáði 9,2 prósent samdrætti í landsframleiðslu og að einkaneysla mynda minnka um 5,5 prósent.   

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði eftirfarandi í viðtali við Fréttablaðið í dag „Covid-19 olli ekki eftirspurnarkreppu. Við þær aðstæður er ekki nægur vilji á meðal heimila og fyrirtækja til að eyða og fjárfesta, og sparnaðarvilji of mikill. .... það sem við er að etja er að stofni til framboðsskellur“. Í þjóðhagsspá bankans sem kom út í maí segir orðrétt „Fyrirsjáanlegt er að tekjur ferðaþjónustunnar verða innan við helmingur af tekjum síðasta árs. Einnig mun vöruútflutningur dragast nokkuð saman vegna minni álútflutnings og hnökra á flutningum með ferskan fisk og fleiri vörur vegna COVID. Einkaneysla mun skreppa talsvert saman vegna stóraukins atvinnuleysis, tímabundinna hamla á sumar tegundir neyslu og varkárni neytenda á óvissutímum“. Þetta er greinargóð lýsing á minnkandi eftirspurn,  eftirspurnarkreppu, enda spáði bankinn 9,2 prósent samdrætti í landsframleiðslu á árinu og að einkaneysla mynda minnka um 5,5 prósent.   

Jón Bjarki hlýtur að hafa sett einhverskonar Íslandsmet í að vera ósammála sjálfum sér!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6192