Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6209

Meira um þvætting, breytilega vexti og breytilega verðbólgu

$
0
0

Verðtryggingin grefur á endanum undan samkeppnishæfni þjóðarinnar.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í þessari grein hér „Getur Seðlabankinn útskýrt sinn eigin þvætting?“ andmælti ég eftirfarandi orðum eins af varaseðlabankastjórum Seðlabanka Íslands „En greiðslubyrði óverðtryggðra lána er almennt þyngri og næmari fyrir vaxtabreytingum en fólk er vant þegar kemur að verðtryggðum lánum“. Ágætur lesandi Miðjunnar sagði ranglega mig snúa út úr orðum viðkomandi. Af þessari ástæðu þá birti ég nýja útreikninga samanber meðfylgjandi mynd. Hér ber ég aftur saman mánaðarlegar afborganir 40 ára íbúðalána eftir því hvort það er verðtryggt eða óverðtryggt. Í þetta sinn þá hef ég verðbólgu og vexti breytilega. Ég studdist við þróun þessara hagstærða undanfarna áratugi og heimfærði upp á nútímann. Niðurstaða mín er óbreytt, ofangreind fullyrðing varaseðlabankastjórans er röng þegar horft er yfir lánstímann. Gula línan á línuritinu fyrir óverðtryggða lánið er að jafnaði undir þeirri rauðu, sem endurspeglar verðtryggt lán.

Þetta er alveg séríslensk leið og hana ber að varast.

Þessi umræða spratt upp vegna þess að fjölmargir íbúðakaupendur hafa kosið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Inn í þessum hópi er fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð og er hugsanlega með  lítið eigi fé. Áhyggjur sumra hafa beinst að því að þessi hópur hafi mögulega spennt bogann fullmikið ef vextir taka aftur að hækka. Í þessu samhengi hefur verið talað um að afborgunarbyrði verðtryggðra lána henti þessum hópi betur. Ég vil þá benda á að víðast hvar erlendis þá hafa bankar og aðrir lánendur íbúðalána leyst málið þannig að hafa annað hvort vexti fasta fyrstu árin, t.d. í þrjú ár, eða einfaldlega haft afborganir á fyrstu árunum lægri. Engin mælir með íslensku leiðinni, sem er að setja blóðuga skuldaól utan um háls íbúðakaupenda í gegnum verðtrygginguna. Þetta er alveg séríslensk leið og hana ber að varast þó stórir fjármagnseigendur vilji endilega hafa bæði belti og axlabönd utan um sínar lánveitingar. Verðtryggingin sem slík er verðbólguhvetjandi og hún stuðlar að auknum eignaójöfnuði í landinu. Það sætir því undrun að varaseðlabankastjóri skuli nefna verðtryggð lán alveg sérstaklega í sinni yfirlýsingu frekar en að nefna aðrar mun haldbærari leiðir. Verðtryggingin grefur á endanum undan samkeppnishæfni þjóðarinnar.  


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6209

Trending Articles