Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6196

Katrín Jak þarf að skoða þetta

$
0
0

Í Bandaríkjunum vita stjórnmálamenn að verðmæti verða ekki til án eftirspurnar og að langvinnt eftirspurnaráfall leiðir til fjöldagjaldþrota.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Til að mæta eftirspurnaráfalli bandaríska hagkerfisins vegna Covid-19 þá samþykktu þingmenn Bandaríkjaþings að hækka tímabundið atvinnuleysislaun yfir fimm mánaða tímabil um 331 þúsund krónur á mánuði. Á sama tíma lækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti niður í núll prósent. Eins og hendi væri veifað þá tók smásala fjörkipp og almennt atvinnuleysi minnkaði um 29 prósent frá toppnum í apríl. Í Bandaríkjunum vita stjórnmálamenn að verðmæti verða ekki til án eftirspurnar og að langvinnt eftirspurnaráfall leiðir til fjöldagjaldþrota. Nýtt fimm mánaða tímabili er nú að hefjast og verða atvinnuleysislaun hækkuð um 221 þúsund krónur á mánuði. Svona aðgerð þarf ekki að kalla á aukna skattbyrði ef rétt er staðið að málum. Aðgerðarleysi á eftirspurnarhliðinni mun aftur á móti verða ríkissjóði og atvinnulífinu fokdýrt!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6196