


Þvílíkt taktleysi hjá þessum Arnarness-Garðbæingi.
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Það var undarlegt að heyra Guðna forseta segja við þá landsmenn sem verða núna aftur illa út úr nýjum takmörkunum vegna Covid-19 veirunnar að sýna ekki gremju. Fólkið er að missa aftur sitt lífsviðurværi tímabundið og auðvitað má fólkið sýna tilfinningar og tjá hug sinn í samræmi við tilefnið. Þetta er fólkið sem tekur þátt í að borga forsetanum himin há laun ásamt ýmsum fríðindum og Guðni segir bara „ekki sýna beiskju“. Þvílíkt taktleysi hjá þessum Arnarness-Garðbæingi. Það væri nær að hann afþakki laun á þessum erfiðu tímum og sýni fólkinu raunverulega hluttekningu. Í það minnsta þiggi ekki meira en sem nemur atvinnuleysistekjum alþýðunnar og láti mismuninn renna til hjálparstarfa.