


„Ég mótmæli þessari aðför, mér misbýður þetta leikrit og ætla ekki að taka þátt í því lengur. Formennsku minni í þessari nefnd er hér með lokið.“
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sagði af sér formennsku í gær og sagði við það tilefni orðrétt „Til þess að réttlæta þessa aðför sína kýs meirihluti nefndarinnar að draga persónu mína sífellt niður í svaðið og nota mig sem blóraböggul. Þessi aðferðarfræði að skjóta sendiboðann er þaulreynd þöggunar- og kúgunartaktík. Ég mótmæli þessari aðför, mér misbýður þetta leikrit og ætla ekki að taka þátt í því lengur. Formennsku minni í þessari nefnd er hér með lokið.“
Hverjir skipa meirihluta nefndarinnar? Hér er listinn og svari nú hver fyrir sig:
Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokkur
Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokkur
Kolbeinn Óttarsson Proppé, Vinstri grænum
Líneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokkur
Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokkur