


Og viðbrögð hennar þegar málið upplýstist eru fengin að láni frá frú Sigríði.
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Hvítleikur stallsystranna Lilju Alfreðs og Sigríði Andersen er á burt og sáu þær alveg um það sjálfar. Þjóðin þekkir vel hrossabresti Sigríðar í Landsréttarmálinu og dóm Mannréttindardómstóls Evrópu. Viðbrögð frú Sigríðar voru vandræðaleg. Hún sagðist sjálf hafa metið hverjir væru hæfustu umsækjendurnir og hafi ekki þurft að hlusta á einhverja matsnefnd. Hún væri sko sjálf lögfræðingur og mætti alveg lyfta fólki upp nafnalistann sem væru henni þóknanleg. Niðurstaðan var að frúin hrökklaðist með mikilli skömm úr embætti dómsmálaráðherra.
Maður hefði nú haldið að aðrir ráðherrar lærðu af þessu einstaka máli, axarsköftum Sigríðar, um að fara beri að lögum um stjórnsýslu ríkisins þegar skipað er í embætti. Nei nei, Framróknarflokkurinn er ekki þannig flokkur. Lilja Alfreðs bætti bara um betur og braut líka jafnréttislög þegar hún skipaði ráðuneytisstjóra. Og viðbrögð hennar þegar málið upplýstist eru fengin að láni frá frú Sigríði. Lilja segist sjálf hafa metið flokksbróður sinn hæfastan. Flokksskírteinið skipti sko engu bévítis máli. Ég spyr, hvenær segir Lilja af sér ráðherraembætti?