


Spyrja verður í þágu hverra er Seðlabanki landsins að vinna?
Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Nýjar tölur Hagstofunnar segja okkur að verðbólga mánaðarins hafi verið 0,54 prósent. Umreikningur verðbólgu síðustu þriggja mánaða segir okkur síðan að með sama framhaldi stefni verðbólgan í 5,5 prósent. Það er 2,6 prósentustigum fyrir ofan verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands samanber meðfylgjandi línurit. Framreikningur verðbólgutalna síðustu fjögurra mánaða segir okkur að verðbólgan stefni í 6,7 prósent með óbreyttu framhaldi, sem við skulum vona að raungerist ekki. Þessi verðbólguvöxtur er að lang mestu leyti innfluttur vegna veikingar krónunnar undanfarna 3-4 mánuði. Það var pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Seðlabanka að taka krónuna ekki tímabundið af markaði meðan Covid-19 veiran gengur yfir.
Það vekur furðu að Seðlabankinn vinnur gegn þeirri styrkingu krónunnar sem er í gangi þessa dagana með glórulausum inngripum. Fer bankinn þannig gegn hagsmunum landsmanna, neytenda. Spyrja verður í þágu hverra er Seðlabanki landsins að vinna?