Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6259

Stóra afhjúpunin

$
0
0

Samt skríður einkaframtakið alltaf undir pilsfald ríkisins þegar harðnar á dalnum.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Upp komast svik um síðir er máltæki sem heimfæra má yfir á hræsnina og lygina.  Þjóðþekkt andlit ýmissa sérhagsmunasamtaka atvinnulífsins básúna stanslaust að tilvera okkar byggist á útflutningsgreinum þjóðarinnar. Ferðaþjónusta og matvælaútflutningur er oftast nefnt til sögunnar og sagt að þar verði sko öll verðmæti til. Í sömu andránni er síðan bætt við að opinberir starfsmenn séu afætur á samfélaginu og sagt að skera þurfi niður í opinberum rekstri. Samt skríður einkaframtakið alltaf undir pilsfald ríkisins þegar harðnar á dalnum. Hagsaga landsins er uppfull af þessari hræsni.

Verðmætasköpun þjóðarinnar á sér margskonar uppruna eins og ég hef margsinnis reynt að koma á framfæri. Eitt dæmi er prjónakonan sem prjónar af eldmóð. Viðhorf um annað byggir á þekkingarleysi og asnaskap. En nú er bleik brugðið því ég hef fengið tvo nýja liðsmenn sem segjast hafa frelsast undan kröfunni um falskan áróður sérhagsmuna. Að hluta til allavega. Ósk þeirra um inngöngu í sannleiksklúbbinn sem ég er formaður í hefur verið samþykkt með fyrirvara. Félagsaðildin verður endurskoðuð vikulega. Matið mun byggja á því hvað sannleiksástin ristir djúpt. Annars vegar er það hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins og hins vegar hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Þau hafa ákveðið að segja satt frá hvað verðmætasköpun fortíðar varðar! Ég býð nýliðana velkomna til leiks.

Í dag þá birtu þau eigin greiningu á hvar hagvöxturinn varð til í nýliðinni fortíð. Ég tek undir greininguna enda liggja opinber gögn um hagkerfið til grundvallar. Eins og sést á myndinni hér að neðan þá hefur utanríkisverslun ekki skilað miklu til hagvaxtar á Íslandi síðan árið 2009 ef frá er talið árið 2013. Hagvöxtur landsins undanfarin ár var drifinn áfram af einkaneyslu og fjármunamyndun. Næst á eftir kemur samneyslan, þ.e. opinber rekstur. Þessar bláköldu staðreyndir eru í andstöðu við áróður atvinnulífsins um að upphaf og endir alls sé ferðaþjónusta og útgerð. Staðreyndin er að allir hlutar hagkerfisins skipta máli og spila samleik, einskonar sinfóníu heildarinnar.

Þetta ætti að vera umhugsunarefni fyrir ríkisstjórnina sem beinir öllum sínum aðgerðum í efnahagslegu tilliti að ferðaþjónustunni. Það er óviturlegt eins og ég ef marg ítrekað!  


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6259