Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6196

Framreiknuð verðbólga komin í 6%

$
0
0

Virði krónunnar hefur minnkað um 20 prósent gagnvart dollar.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Verðbólga fyrir apríl var birt í dag og mælist 0,48 prósent yfir mánuðinn. Framreiknuð verðbólga til 12 mánaða er því 6 prósent. Það er 1,5 prósentustigi yfir árlegri meðalverðbólgu á þessari öld, sem var 4,5 prósent.

Þessa miklu verðbólguhækkun má rekja beint til þeirrar pólitísku ákvörðunar ríkisstjórnarinnar og Seðlabanka að taka krónuna ekki af markaði tímabundið vegna fordæmalausra aðstæðna í heiminum. Virði krónunnar hefur minnkað um 20 prósent gagnvart dollar og yfir 17 prósent gagnvart evru og eru öll áhrif virðisrýrnunarinnar engan vegin að fullu komin inn. Svo bætist við óvenju lágt olíuverð, sem getur snúist leifturhratt við.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6196