Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6209

Samfylkingin með fimbulþögn

$
0
0

Ólíkt forseta Íslands þá hafa þingmenn Samfylkingarinnar ekki hafnað launhækkuninni.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Þegar Efling var í barningi við Reykjavíkurborg um kjarasamning sem fleytti láglaunafólki milli mánaðamóta var fimbulþögn í herbúðum Samfylkingarinnar. Það mátti ekki ónáða Dag B Eggertsson borgarstjóra sem vildi halda fátækum áfram í fátækt. Honum tókst ætlunarverk sitt. Þögnin er órofin nú þegar þingmenn fylkingarinnar þiggja sjálfir háa launahækkun um leið og tugþúsundir flykkjast á atvinnuleysisskrá vegna veirufaraldursins. Ólíkt forseta Íslands þá hafa þingmenn Samfylkingarinnar ekki hafnað launahækkuninni sem kemur ofan á myndarleg þingmannalaunin. Þingmennirnir telja sig ekki tilheyra sama liði og almenningur í veirufaraldri. Hér til hliðar eru tvær myndir sem bera saman aðstæður Loga Einarsson formanns Samfylkingarinnar og láglaunakonunnar sem var að missa starfið sitt. Eins og sjá má þá er ójöfnuður hratt vaxandi milli Loga og láglaunakonunnar!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6209