Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6209

Örstutt um í og á

$
0
0

Stundum er ég að bögglast með hvort nota eigi bókstafinn í eða á.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Við ýmsan lestur þá hnýt ég reglulega um fyrirsagnir eða setningar sem falla illa að eigin máltilfinningu. Þær stinga mig í augun, eru furðulegar. Sjálfur á ég það til að rita óþægar setningar, jafnvel skringilegar. Ég reyni þó að laga setningarnar til svo textinn flæði og sé auðlæsilegur. Stundum er ég að bögglast með hvort nota eigi bókstafinn í eða á.

Í dag rakst ég á eina fyrirsögn í Fréttablaðinu sem stakk mig í augun, „Leikmenn í Englandi undir smásjánni“. Sjálfur rita ég „á Englandi“ og hafði því samband við Stofnun Árna Magnússonar og spurðist fyrir. Á vegi mínum varð barnabarn Jóhannesar úr Kötlum, Jóhannes Bjarni Sigtryggsson rannsóknarlektor, og er ég margs vísari. Að neðan má lesa svar Jóhannesar:

Það hefur ekki verið fjallað skipulega um þetta í málfræðiritum. Árni Böðvarsson minnist t.a.m. ekki á þetta í Íslensku málfari (1992) þótt hann fjalli þar annars ítarlega um notkun á og í með íslenskum örnefnum.

Það má þó greina ákveðna tilhneigingu í vali á á og í með erlendum örnefnum, þ.e. að á sé frekar notað með eyjum (og skögum) en í með „fastalöndum“. Í samræmi við þetta er þá:

(eyjar:) á Grænlandi, á Englandi (og á Bretlandi í forníslenskum textum), á Kýpur, á Kúpu, á Íslandi.

(skagar:) á Ítalíu, á Indlandi

Hins vegar: í Bandaríkjunum, í Frakklandi, í Þýskalandi o.s.frv.

Margt er hins vegar ekki í samræmi við þetta t.d. í Færeyjum, í Bretlandi (eyjar), í Portúgal (skagi) en hins vegar á Spáni o.s.frv.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6209