


Hvar er stjórnarandstaðan, já og hvar er launþegahreyfingin?
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Ásgeir seðlabankastjóri lét hafa eftir sér í dag að 10% veiking krónunnar væri ekki mikið. Í síðustu viku sagði hann 5% veikingu væri ekki mikið. Bleik er brugðið og bíður kvíðafullur eftir að heyra hvað Ásgeir segir næst.
Miðað við umfang efnahagslífsins árið 2019, óbreytt innflutningsverð og þessa 10% veikingu krónunnar þá er verið að færa 120 milljarða frá almenningi til ferðaþjónustunnar og stórríkrar útgerðar og fiskvinnslu.

Þetta eru samtals 521.000 krónur á hvern starfandi mann á ári eða eða 43.000 krónur á mánuði.
Ásgeir var hróðugur við sama tilefni þegar hann upplýsti að Seðlabankinn hafi ekki gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn til að vinna gegn veikingu krónunnar þrátt fyrir púður upp á 800 milljarða. Hann er bara dús með gang mála.
Hvar er stjórnarandstaðan, já og hvar er launþegahreyfingin? Kjarasamningar stefna í uppnám þrátt fyrir lækkun vaxta. Já meðan ég man, lífeyrissjóðirnir eru ekki að lækka vexti nema pínu-pons!