


Við sitjum enn þá uppi með hinn dýralækninn. Vantar ekki dýralækni í Angóla?
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Reynsla þjóðarinnar af dýralæknum í ráðherraembætti er vond.
Skömmu fyrir hrun sagði dýralæknirinn og þáverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Árni Mathiesen í ræðustól á Alþingi „Drengir, sjáið þið ekki veisluna?“ Skömmu síðar varð skaðræðis fjármálahrun.
Núverandi samgönguráðherra er dýralæknirinn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður kyrrstöðu Framsóknar. Hann vill úthluta sægreifum fiskkvótann til 24 ára í senn ef hann fær að ráða. Það er nánast ævarandi nýtingarréttur á fiskiauðlind þjóðarinnar. Ófæddir Íslendingar sem vilja hasla sér völl í veiðum eiga ekki séns. Þetta er hættuleg hugmynd. Svona eins og að afhenda Angólska arðræningjanum Isabel dos Santos arðinn af auðlindinni!
Eftir að Árni hrökklaðist úr stjórnmálum með skömm þá fékk hann starf á Ítalíu, en við sitjum enn þá uppi með hinn dýralækninn. Vantar ekki dýralækni í Angóla?