Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6190

Upprifjun: Fjölskylda Ásmundar Einars og kennitöluflakkið!

$
0
0

En framsóknarmaðurinn Ásmundur Einar situr sem fastast og skammtar fátækum ölmusu úr ríkissjóði.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Við upphaf árs er ágætt að rifja upp. Hér er ein sem skiptir þjóðina máli.

Í þremur greinum hér á vettvangi Miðjunnar fjallaði ég ítarlega um hvernig fjölskylda ráðherrans Ásmundar Einars Daðasonar hefur stundað kennitöluflakk í rekstri í áraraðir. Jafnframt, hafa komið fram ásakanir um að laun hafi verið undir lágmarkstöxtum og að ekki hafi verið gerð skil á greiðslum til dæmis til stéttarfélags. Í álíka málum þá hefur verið talað um mansal! Skaðinn sem af þessu hlaust hleypur á hundruðum milljónum króna. En skaðinn er ekki bara mældur í krónum heldur einnig í þeim mórölsku skilaboðum að Ásmundur Einar Daðason gegnir bara áfram ráðherraembætti þrátt fyrir uppljóstrunina. Svona eins og það sé eðlilegt. Hvaða eiga löghlýðnir og siðferðilega traustir landsmenn að hugsa, fylgir vegsauki svona háttsemi og kemst maður til æðstu metorða fyrir vikið? Svari nú hver fyrir sig. Í vestrænum löndum og víðar þá heitir þetta spilling, ráðamenn víkja. Við munum öll eftir því þegar ráðherra í Svíþjóð þurfti að víkja vegna þess að hún notaði opinbera strætómiða í einkaerindum!

En framsóknarmaðurinn Ásmundur Einar situr sem fastast og skammtar fátækum ölmusu úr ríkissjóði. Svo situr hann Kristján Þór Júlíusson Samherjaráðherra enn þá við völd! Þetta er óglæsilegt og óboðlegt. Skráist þetta á sama mannorðslista þjóðarinnar þar sem finna má upplýsingar um að varnir gegn peninaþvætti eru hriplekar hjá íslenskum bönkum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6190