


Ég nenni ekki að fjalla um gjaldskrárhækkanir Willums Þórs og ríkisstjórnarinnar sem étur upp umrædda aukningu á augabragði!
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Framsóknararfinn hann Willum Þór Þórsson þingmaður og brottrekinn þjálfari Leiknis í Breiðholti virðist vera með óráði á jólum. Hann skrifaði jólagrein í Kjarnann sem ber fyrirsögnina „Framsókn til framfara“. Hmm, hugsaði ég, út í hvaða skurð er maðurinn lentur? Ég ákvað að lesa greinina út í gegn og varð ekki fyrir vonbrigðum. Hún er uppfull af firringu sýndarheims, sem fólk með jarðsamband kannast ekki við. Það kom svo sem ekki á óvart munandi að Willum Þór vildi ekki heyra minnst á sannleikann þegar Þórhildur Sunna þingmaður var kærð til forsætisnefndar Alþingis af ökuþórnum Ásmundi. Fyrir þá sem ekki muna þá situr Willum Þór í nefndinni og dæmdi Þórhildi Sunnu fyrir tjáningu og brot á siðareglum. Honum þótti holning þingkonunnar ekki honum að skapi.
Grípum stuttlega niður í tengslaleysi þingmannsins. Á einum stað í greininni segir að Willum Þór og hinn fámenni þingflokkur Framsóknar standi fyrir manngildi. Úff, hvað þetta var dapurt hjá manninum. Síðustu vikurnar fyrir hið ofurlanga jólafrí þingmanna þá var Guðmundur Ingi þingmaður Flokks fólksins ólatur að benda á að þingmenn fengju 180 þúsund krónur í jólabónus á meðan aldraðir og öryrkjar fá 40 þúsund krónur (hér munar 350%). Brottrekni þjálfarinn og Ásmundi Einar félagsmálaráðherra (já, þessi sami og fer fyrir fjölskyldunni sem fræg er fyrir kennitöluflakk) brugðust hratt við og sýndu manngildi Framsóknarflokksins í verki. Ákveðið var að bæta þessum hópi upp ójöfnuðinn og fengu hinir sömu auka 10.000 krónur í jólabónus óskert. Nú var munurinn kominn niður í 260%. Vá hvað manngildi Willum Þórs og félaga er lágkúrulegt.
Á sama tíma þarf sannleikselskarinn Willum Þór ekki að færa neinar fórnir til aukins manngildis og jafnaðar.
Á öðrum stað í greininni er Willum Þór ánægður með aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. Aðgerðir sem gera ekkert fyrir hina verst settu og verulega lítið fyrir þá sem eru þar rétt fyrir ofan. Sjálfur ég búinn að reikna þessar aðgerðir út upp á krónur og aura þegar þær hafa allar komið til framkvæmda. Sá sem er með 200 þúsund krónur á mánuði verður með 346 krónur meira til ráðstöfunar. Sá sem er með 325.000 krónur á mánuði verður með 3.648 krónur meira á mánuði eða sem nemur einu lambalæri. Á sama tíma þarf sannleikselskarinn Willum Þór ekki að færa neinar fórnir til aukins manngildis og jafnaðar. Skattbyrði Willums Þórs hækkar um 1.416 krónur eða sem nemur þessu tæplega hálfu lambalæri. Þetta er manngildi Willums í verki. Þingmaðurinn er með alvarlegt óráð og þarf til læknis ef hann þá kemst að vegna fjárskorts í heilbrigðiskerfinu. Æ fyrirgefið mér, hann kemst víst fram fyrir röðina sem ég og þú þurfum að bíða í þegar á reynir!
Ég nenni ekki að fjalla um gjaldskrárhækkanir Willums Þórs og ríkisstjórnarinnar sem étur upp umrædda aukningu á augabragði!
Brottrekni þjálfarinn segir meira, eins og til dæmis að efla þurfi innviðina. Af hverju ætli vega- og raforkukerfið, já og heilbrigðiskerfið, sé í svona slöppu ástandi? Um leið og þeirri spurningu er svarað þá er ágætt að hafa það hugfast að sérhagsmunaflokkurinn Framsókn er búinn að vera í ríkisstjórn meira og minna síðan um síðustu aldamót. Nánast frá öndverðu og upp í hrunið! Það er því hrein öfugmæli hjá Willum Þór að tala um að Framsóknarflokkurinn sé táknmynd framfara. Í raunheimi þá er flokkurinn argasta afturhald!