Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6202

The best of Sigurður Ingi ráðherra!

$
0
0

Það á einnig að afhenta aðgang að fiskimiðunum svo til ævilangt.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í kjölfar Samherjahneykslisins ákvað formaður Framsóknarflokksins að dusta rykið af vondum hugmyndum um þróun fiskveiðistjórnunar á Íslandi. Svo slakar eru hugmyndirnar að þær eiga engan hljómgrunn hjá þjóðinni. Sem betur fer! Grunnhugmyndin er að þjóðin semji við sægreifana til 23ja ára í senn um nýtingu kvótans og í staðinn verði viðurkennt að þjóðin eigi fiskinn í sjónum. Sem sagt þjóðin á að semja um að hún eigi það sem hún á. Það á einnig að afhenta aðgang að fiskimiðunum svo til ævilangt. Já, og fyrir gjafagjald sem ákveðið verður í félagsheimili framsóknarflokksins á Dalvík þar sem menn eru í kallfæri við Samherja.

Ekki einu sinni í gömlu Sovétríkjunum höfðu menn annan eins fyrirsjáanleika, en þar þóttust menn sjá lengra en aðrar þjóðir. Til dæmis harðstjórinn hann Jósef Stalín sagðist sjá 5 ár fram í tímann og allt hrundi í kringum hann. Síðar hrundu Sovétríkin.

Og Sigurður Ingi segist hafa lagt mikið á sig að hugsa þetta kerfi upp! Hvað segir það okkur?

Að ráðstafa fiskveiðikvóta til 23ja ára til að skapa ímyndaðan fyrirsjáanleika drepur samkeppni, nýsköpun og nýliðun innan útgerðarinnar. Það kemur einnig í veg fyrir að færustu rekstrar- og veiðimenn þjóðarinnar hverju sinni geti hafi eigin útgerð. Verið væri að loka kerfinu endanlega!

Það er enginn fyrirsjáanleiki í öðrum atvinnugreinum. Sauðfjárbóndinn þarf að sæta því að sláturhús landsins ákveða afurðaverð á hverju hausti. Fyrir aðeins 2-3 árum lækkaði það um 25% en hækkaði síðan úr lágri stöðu um 10% á þessu hausti. Strandveiðimaðurinn hefur núll fyrirsjáanleika. Smiðurinn lifir við engan fyrirsjáanleika. Og líka Icelandair og Costco. Allir starfa á miklum samkeppnismarkaði og þurfa einfaldlega stöðugt að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Svona getur upptalningin haldið áfram lengi. En Sigurður Ingi vill koma á ráðstjórnarkerfi að hætti gamla Sovét í fiskveiðum! Þetta er andvana fædd hugmynd. Og Sigurður Ingi segist hafa lagt mikið á sig að hugsa þetta kerfi upp! Hvað segir það okkur?


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6202