


Ráðherrar geta ekki talað frjálst vegna þess að Kristján Þór er í nánu og beinu talsambandi við Þorstein Má.
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Ástandið við ríkisstjórnarborðið þegar sjávarútvegsmál ber á góma hlýtur að vera spennuþrungið og vantraust algjört. Ráðherrar geta ekki talað frjálst vegna þess að Kristján Þór er í nánu og beinu talsambandi við Þorstein Má. Þið munið að hans fyrsta verk eftir uppljóstranir í Samherjamálinu var að hringja í Máa vin sinn og spurja hvernig honum liði. Ráðamennirnir eru kannski svo forhertir að láta sem ekkert sé eins og Halli og Laddi gerðu grín að um árið.