Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6256

Einokun loks rofin

$
0
0
Árni Gunnarsson. 

Í marga áratugi hafa íslensku olíufélögin einokað bensín- og díselolíumarkaðinn. Upphaf einokunarinnar má rekja til þess tíma, þegar helmingaskiptaaðferð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks var í gildi. Flokkarnir skiptu þá á milli sín flestum þeim atvinnugreinum, sem skiluðu mestum arði. Þar á meðal var olíusala, verktakastörf fyrir varnarliðið, útgerð og bankastarfsemi.

Þegar nýtt olíufélag, Atlantsolía haslaði sér völl, áttum menn von á samkeppni og verðlækkun, sem síðar reyndist óveruleg. Nú hefur Costco rofið einokunina með umtalsverðri lækkun á bensíni og díselolíu. Íslensku félögin sjá því ekki fram á þann mikla arð, sem þau hafa skilað á undanförnum áratugum. Það ber þó að hafa í huga, að lækkað verð Costco kemur helst til góða bíleigendum á Reykjavíkursvæðinu.

En múrinn er rofinn og skarð komið í helmingaskiptin. Íhald og Framsókn skiptu bönkunum á milli sín og nú þurfum við að fá erlendan banka með erlenda vexti til að brjóta á bak aftur vaxtaokrið og verðtrygginguna að einhverju leyti.

Árni Gunnarsson.

Þessi frétt Einokun loks rofin birtist fyrst á miðjan.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6256