


...eða íhaldssama elítan sem slær skjaldborg um biskupsstól?
Úlfar Hauksson skrifar:

Okey....biskup segir í 22 fréttum RÚV með því að kenna ekki kristinfræði hafi orðið „siðrof og fólk átti sig ekki á hvaðan hlutirnir koma sem að við viljum lifa eftir og starfa eftir...ef maður veit ekki að hlutirnir eru til skipta þeir engu máli“ og vísar í því samhengi í Biflíusögurnar. Þá vitum við það... meint siðrof er því minnkandi biflíusögulestri og - kennslu að kenna. Ansi mögnuð greining. En hverjir ætli séu nú helstu leikendur og hvatar siðrofsins? Er það alþýðan...sem fjarlægist stól biskups og hefur gefist upp á Þjóðkirkjunni...eða íhaldssama elítan sem slær skjaldborg um biskupsstól? Maður spyr sig!