

Við vitum að sjálfstæðismaðurinn Haraldur Johannesson hefur stjórnað embætti ríkislögreglustjóra.
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Það er hvorki tilviljun né mistök að Ísland er þvottastöð peninga. Menning eftirlitsleysis er grundvöllur þvottarins og svertir orðspor landsins nú öðru sinni á 10 árum! Það er bananalykt af íslenskum bönkum. Sjálfstæðisflokkurinn og Samtök atvinnulífsins berjast fyrir eftirlitslausu þjóðfélagi í nafni frelsis. Neytendavernd á ekki upp á pallborðið ótilneytt enda fylgja aðilarnir hugmyndafræði „Laissez-fair“
Ísland er með Seðlabanka og þrjá litla viðskiptabanka sem sjá um alla greiðslumiðlun landsins. Þannig að uppsetning þvottaeftirlits kallar ekki á grettistak. Vandamálið er langvarandi viðnám ráðamanna gegn eðlilegu eftirliti.
Þá tók stórvinur hans og bandamaður Sigurður Ingi við forsætinu og viðhélt eftirlitsleysinu.
En hverjir hafa stjórnað lykilráðuneytum hér á landi í þessu samhengi síðan árið 2013 og í mörg ár fyrir hrun: forsætis, fjármála- og viðskiptaráðuneytinu? Skoðum tímann frá 2013. Aðalleikararnir eru þrír sjálfstæðismenn og einn framsóknarmaður. Svo bætist við annar framsóknarmaður og einn úr Viðreisn og síðan einn frá Vinstri grænum.
Fyrst voru það vinirnir Sigmundur Davíð og Bjarni Ben, en þeir fóru með forsætis- og fjármálaráðuneytið í Panamastjórninni. Báðir eiga það sameiginlegt að tengjast fyrirtækjum í skattaskjólum. Sigmundur er samofinn hinu heimsþekkta Wintris á Jómfrúaeyjum, en Bjarni Ben er saumaður fastur við Falson & Co. á Seychelles-eyjum á Indlandshafi. Á þessum árum fór sjálfstæðiskonan Ragnheiður Elín Árnadóttir fyrir Viðskiptaráðuneytinu. Svo hrökklaðist Sigmundur Davíð frá völdum. Þá tók stórvinur hans og bandamaður Sigurður Ingi við forsætinu og viðhélt eftirlitsleysinu. Það gæti verið ástæðan fyrir myndbirtingu af honum í kvikmyndinni Laundromat.
Síðan tók ráðuneyti Bjarna Ben við í eitt ár og þá varð frændi hans og þáverandi formaður Viðreisnar Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Þordís Kolbrún klukkaði sig í fyrsta sinn inn í Viðskiptaráðuneytið. Stjórnin féll vegna þess að Björt framtíð taldi Bjarna Ben sýna óheilindi. Það tengdist umræðu um mál varðandi uppreist æru tveggja sjálfstæðismanna sem höfðu verið dæmdir fyrir kynferðisbrot. Þar spilaði inn í að faðir Bjarna Ben hafði veitt öðrum hinna dæmdu persónuleg meðmæli til upprisu æru mannsins. Bjarni Ben upplýsti ekki samstarfsmenn um stöðuna fyrr en það var um það bil að leka út.
Katrín Jak upplýsti að mál þetta hafi verið á borði dómsmálaráðherra eftir að athugasemdir FATF fóru að koma fram.
Skjóta má því inn að þó dómsmálaráðuneytið eigi ekki aðkomu að málefnum bankanna með beinum hætti þá er hún óbein. Sett var á stofn eftirlitsskrifstofa með peningaþvotti hjá Ríkislögreglustjóra rétt fyrir hrun. Við vitum að sjálfstæðismaðurinn Haraldur Johannesson hefur stjórnað embætti Ríkislögreglustjóra frá upphafi og dómsmálaráðuneytið hefur verið stjórnað af Sjálfstæðisflokknum síðan árið 2013 og oft þar á undan. Þordís Kolbrún var dómsmálaráðherra um tíma. Á báðum þessum stöðum hefur þessi „Laissez-fair“ stefna ráðið för!
Katrín Jak upplýsti að mál þetta hafi verið á borði dómsmálaráðherra eftir að athugasemdir FATF fóru að koma fram. Það er stórundarleg ráðstöfun! Alla vega, með því að senda málið í dómsmálaráðuneytið þá halda sjálfstæðismenn á öllum þráðum málsins. Katrín virðist utangarðs, en hún getur ekki firrt sig ábyrgð. Svo sat Katrín í ríkisstjórn í fjögur ár á árunum 2009-2013 þegar þetta mál var komið á dagsrká. Hún brást líka við að hætti „Laissez-fair“ stefnunnar. Ekki var brugðist við.
Jæja, þá er það Freyðivínsstjórn Katrínar Jak. Matrónan fer með málefni seðlabankans sem stjórnaði öllu fjármagnsflæði inn og út úr landinu um árabil. Bjarni Ben fer aftur yfir í Fjármálaráðuneytið og Þórdís Kolbrún horfir áfram út um gluggann í Viðskiptaráðuneytinu.
Þið sjáið munstrið, Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar hér að lang mestu ráðuneytum sem koma að málefnum bankanna. Til að tryggja tangarhaldið nær flokkurinn því inn að málið fer upp í dómsmálaráðuneyti og sofnar.
Ekkert breyttist við að Katrín Jak tók yfir málefni seðlabankans. Sama eftirlitsleysið hefur verið í gangi. Katrín bætti reyndar um betur. Réð óskiljanlega fyrrverandi stjórnanda hjá spilavítinu Kaupþingi sem seðlabankastjóra, hann Ásgeir Jónsson.
Spáið í stöðu mála. Orðspor Íslands er í uppnámi og Ásgeir er sendur út af örkinni til að tala upp orðsporið á erlendum vettvangi. Þetta er bilað ástand, manninn skortir trúverðugleika. Hérna kristallast það í beinni hversu heimskuleg ráðning Ásgeirs var. Hann er hluti vandans!
Þessi frétt Sjálfstæðisflokkurinn, Laissez-fair og peningaþvottur! birtist fyrst á miðjan.is.