Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6202

Dagur í stjórnarráðinu

$
0
0

Gunnar Smári skrifar:

Katrín: Bjarni, við erum alveg blönk eftir alla þessa skattalækkun til hinna ríku, og þú vilt lækka erfðafjárskattinn!

Bjarni: Það er alltaf hægt að finna lausn, þar sem er vilji þar er ráð.

Katrín: En hvar? Hvar getum við fundið pening til að gefa hinum ríku?

Bjarni: Við getum til dæmis lækkað laun ljósmæðra ...

Katrín: Já, þú meinar.

Bjarni: Ekki munu þær skilja börnin eftir inn í konunum, börnin verða að koma út. Unnu konur þetta ekki launalaust í gamla daga?

Katrín: Jú, auðvitað. Ég er ekki orðin nógu góð í að hugsa út fyrir boxið.

Bjarni: Það kemur Kata mín, ég skal kenna þér. Allt er leyfilegt; ég á þetta og ég má þetta. Endurtaktu það með mér.

Katrín og Bjarni: Ég á þetta, ég má þetta. Ég á þetta, ég má þetta.

Katrín: Vá, hvað þetta er magnað. Mér finnst ég geta allt.

Bjarni: Já, svona líður mér alla daga.

Katrín: Já, bráðum verð ég alveg eins og þú.

Bjarni: Mér finnst þú alveg eins og ég. Bara aðeins minni.

Katrín hlær.

Þessi frétt Dagur í stjórnarráðinu birtist fyrst á miðjan.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6202