Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6192

Fjölskylda ráðherra á kennitöluflakki

$
0
0

Þetta er ekki það sem þjóðfélagið og Alþingi Íslands vill sjá.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Óglæsileg slóð fyrirtækja eltir fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Ýmist eru fyrirtækin gjaldþrota, hætt rekstri vegna ógjaldfærni, nýbyrjuð í rekstri eða bíða þess að hefja rekstur.

Oftast er verið að færa sama búreksturinn á sömu jörðinni milli kennitalna. Fjölskylda ráðherrans átti 1/8 af jörðinni Lambeyrum í Laxárdal og önnur ættmenni 7/8 hluta jarðarinnar. Þetta eignarhald var í gegnum Lambeyrar ehf. Það leigði Lambeyrabúinu ehf afnot af jörðinni. Vegna vanskila Lambeyrabúsins ehf. fór jörðin á nauðungarsölu. Líka eignarhlutur ættmenna sem tengdust Lambeyrabúinu ehf ekkert. Of flókið mál er að segja þá sögu í stuttri grein, en fjárhagstap var mikið og hitti sakalaust fólk fyrir.

Þetta er ekki það sem þjóðfélagið og Alþingi Íslands vill sjá. Það hefur verið barningur að koma í veg fyrir kennitöluflakk vegna þess að málið er flókið. Svona flakk er óheiðarlegt gagnvart þeim sem sýna ábyrgð í rekstri. Sóunin sem kennitöluflakk veldur lendir alltaf á almenningi í gegnum hærra verð og jafnvel hærri skatta. Það er því grafalvarlegt mál ef ráðamenn þjóðarinnar ganga ekki fram með góðu fordæmi.

Fyrirtækjakeðja fjölskyldunnar skuldaði samtals 1 milljarð og 478 milljónir króna þegar síðast var talið:

Lambeyrabúið ehf.

Gjaldþrota 14.06 2017. Skuldir 05.12 2016 samtals 184 milljónir króna.

Í gögnum fyrir þingkosningar árið 2009 kynnti Ásmundur Einar sig ítrekað sem bónda á Lambeyrum. Hann var kosinn formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu og var virkur í starfi Landssamtaka sauðfjárbænda.  

Fasteignafélag Lambeyrar ehf.

Gjaldþrota 19.12 2018. Skuldir 05.12 2016 239 milljónir króna.

Daði Einarsson ehf. (áður Íslenskar Búvörur ehf.)

Feðgarnir stofna fyrirtækið. Enginn rekstur 2018. Skuldir 80,7 mj.kr í árslok 2016. Varað við gjaldfærni árið 2016.

Þverholtabúið ehf.

Daði er stofnandi. Eiginkona ráðherra Sunna Birna Helgadóttir situr í varastjórn og er prókúruhafi. Kaupfélag Skagfirðinga í gegnum Fóðurblönduna og Þverásabúið kaupir rekstur og eignir með yfirtöku skulda að fjárhæð 805 mj.kr.

Kverngrjót ehf.

Daði stofnar fyrirtækið. Eigið fé neikvætt um 17,1 mj.kr í árslok 2016 og skuldir samtals 60,2. Akkelis ef kemur með nýtt hlutafé árið 2017 og eignast 99% hlutafjár. Enginn rekstur í dag.

Sólheimabúið ehf. (áður SBH1 ehf.)

Sunna Birna Helgadóttir stofnar fyrirtækið árið 2015 með 22,5 milljón króna hlutafé. Eftir myndun núverandi ríkisstjórnar eða 20.12 2017 er tilkynnt til fyrirtækjaskrár að ráðherrafrúin gangi úr stjórn fyrirtækisins og láti af prókúru. Í skýrslu stjórnar með ársreikning 2017 segir jafnframt að faðir ráðherrans sé orðinn eigandi alls hlutafjár, 22,5 mj.kr. Skuldir í árlok 2018 voru 68,5 milljónir króna.

Dönustaðabúið ehf. (áður Vindásbúið ehf.)

Stofnað árslok 2017, engin starfsemi árið 2018. Stofnandi og eigandi Daði Einarsson. Þetta er fyrirtæki í bið og tekur væntanlega við af Sólheimabúinu ehf. án þess að ég fullyrði neitt. Mynstrið spáir fyrir um þetta.

Heyrst hefur að Dönustaðabúið ehf hafi á árinu 2019 byrjað að leigja eignir af Sólheimabúinu ehf. Þannig að tilfærsla er hafin ef rétt reynist.

Ekki er óeðlilegt að spyrja hvað næsta fyrirtæki komi til með að heita enda virðist fyrirtækjakeðjan engan enda taka. Eitt fyrirtæki tekur við af öðru með tilheyrandi sóun á verðmætum sem lendir á okkur hinum. Er þetta boðlegt?

Þessi frétt Fjölskylda ráðherra á kennitöluflakki birtist fyrst á miðjan.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6192