
Katrín Jakobsdóttir hefur siglt allri sinni pólitík í var.

Ráðherra, og jafnvel ráðherrar, stökkva nú hæð sín í loft upp
af fögnuði. En hverju er fagnað af slíkum krafti? Jú, hugmynd um að setja nýja
skatta á ferðalanga. Ekki ný hugmynd. Henni er samt fagnað.
Til að fá mannfólkið til að huga betur að öðrum og skárri lífsháttum
eiga stjórnmálamenn engin önnur ráð en að skattleggja okkur meir en gert. Þessu
fagnar meginhluti þingheims. Ekki sístur er fögnuðurinn óbeislaður meðal
ráðherra.
Þó með einni undantekingu, eða hvað?: „Lögum og reglugerðum
er ætlað að leysa vandamál nútímans og ekki síður möguleg vandamál
framtíðarinnar. Með einum eða öðrum hætti rammar ríkið reglulega inn það
hvernig við lifum lífi okkar, stundum í þeim tilgangi að verja okkur fyrir
okkur sjálfum,“ skrifar einn ráðherranna, Áslsaug Arna Sigurbjörnsdóttir, í
Moggann í dag.
Finnur ríkisstjórn enga aðra leið til að ná sínu fram en
setja á refsigjöld?
Katrín Jakobsdóttir hefur siglt allri sinni pólitík í var. Talar bara um áætlanir í umhverfismálum. Kemst upp með að vera einsmáls stjórnmálamaður. Hún mun eflaust fagna „nýrri“ hugmynd um aukna skatta.
-sme
Þessi frétt Steingeldir stjórnmálamenn birtist fyrst á miðjan.is.