

Er til of mikils ætlast að kappinn útskýri orð sín nánar.
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Vegna þess að Gylfi situr í peningastefnunefnd þá hlusta ég eftir því sem hann segir. Hann er málglaður og getur verið óábyrgur í tali. Sumar staðhæfingar hans eru furður og hreint út sagt pólitískar.
Í vikunni hélt Gylfi erindi hjá Seðló og fullyrti að þjóðin vilji sjálfstæða peningamálastefnu! Bíddu nú við, hvaðan hefur kappinn þessa vitneskju? Ekki kannast ég við að fram hafi farið skoðanakönnun um málið. Það eru meira að segja til tveir stjórnmálaflokkar sem vilja upptöku evrunnar, jafnvel fleiri. Er til of mikils ætlast að kappinn útskýri orð sín nánar. Hann lumar augljóslega á upplýsingum um vilja þjóðarinnar sem þjóðinni sjálfri er ekki kunnugt um. Vinsamlegast Gylfi, segðu okkur hinum hvernig þú veist þennan meinta vilja okkar?
Þessi frétt Furður Gylfa Zoega prófessors birtist fyrst á miðjan.is.