

Gunnar Smári skrifar:
Á bak við þetta blablabla liggur sú staðreynd að
dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru alltaf fyrst dómsmálaráðherrar
Sjálfstæðisflokksins en dómsmálaráðherrar Íslands aðeins að hluta. Haraldur
Johannessen er innmútaður og innvígður Sjálfstæðisflokksmaður og það er
algjörlega útilokað að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins áminni hann nema
hann brjóti gegn flokknum. Innvígður og innmúraður má hrækja á utanflokksfólk,
hrinda því, svívirða og ofsækja án þess að missa vernd flokksins. Það er aðeins
ef innmúraður og innvígður brýtur gegn flokknum að verndin fellur. Það er af
þessum sökum sem Sjálfstæðisflokksfólk er alltaf ónothæft til starfa í
almannastofnunum eða fyrir hönd almennings, það getur ekki annað en svikið
almenning og þjónað flokknum. Út á það gengur þessu flokkur.
Þessi frétt Eru fyrst dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins birtist fyrst á miðjan.is.