Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6207

Ekkert bólar enn á brottrekstri forstjóra Sorpu

$
0
0

Sumir forstjóranna hafa setið í skjóli Sjálfstæðisflokksins.

Haukur Arnþórsson skrifar:

Raunveruleg ábyrgð embættismanna á eigin verkum - hefur lengi
verið eitt af baráttumálum stjórnsýslufræðinga (og raunar alls almennings).
Þeir eiga að vera leiðandi fagmenn og standa og falla með verkum sínum. Æðstu
stjórnendur ríkisins og ríkisfyrirtækja sátu hins vegar í „gamla Íslandi“ í
skjóli einhvers af fjórflokknum og voru ósnertanlegir. En allt er hverfult.

Með
hækkandi launum ríkisforstjóra (þeir eru nú með 1,5-3 millj./mán.) hafa þeir í
auknum mæli orðið að bera ábyrgð á gengi
stofnana/fyrirtækja sinna, bæði mistökum og ef þeir ráða ekki við starfið. Það
er sérstaklega athyglisvert að tveir þeirra létu af störfum af því að þeir
hunsuðu eðlilegt eftirlits- og öryggishlutverk stofnana sinna gagnvart
einkageiranum (WOW). Þetta höfum við þó lært af fjármálahruninu.

Nú hefur heldur betur hitnað undir ríkislögreglustjóra og áður
eru farnir forstjórar Ísavía, Íslandspósts, Sjúkratrygginga og Samgöngustofu. Í
sumum tilfellum hafa stjórnarformenn eða stjórnarmenn farið einnig.

Sumir þessara forstjóra hafa setið í skjóli Sjálfstæðisflokksins
og er svo um ríkislögreglustjóra, sem var ráðinn í starfið án auglýsingar ef ég
man rétt (alla vega með umdeildum hætti). Athyglin beinist að Bjarna
Benediktssyni sem hefur sterka stöðu gagnvart forstjórunum ef um lélega
fjármálastjórn er að ræða - og þessi breyting gæti verið að hans frumkvæði,
þótt flestir þeirra heyri undir önnur ráðuneyti. Þannig hafa aðrir ráðherrar
spilað með.


...að um ákvörðun allrar ríkisstjórnarinnar er að ræða.

Þetta er svo áberandi breyting í stjórnsýslu ríkisins að lítill
vafi er á því að um ákvörðun allrar ríkisstjórnarinnar er að ræða. Með þessu
hefur orðið gríðarleg breyting á afstöðu flokkanna til stjórnsýslunnar, ekki
síst hvort hún sé undir þeirra stjórn og jafnframt verndarvæng eða ekki. Nú eru
forstjórar á eigin vegum og gerð er krafa til þeirra um fulla fagmennsku og
árangur.

Ríkið fer á undan – sveitarfélögin koma á eftir eins og venjulega
– en ekkert bólar enn á brottrekstri forstjóra Sorpu, sem vissulega er ljóður á
starfi meirihlutans í Reykjavík, enn sem komið er.

Þessi frétt Ekkert bólar enn á brottrekstri forstjóra Sorpu birtist fyrst á miðjan.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6207