

Gunnar Smári skrifar:

Er það ekki undarlegur lýðræðisskilningur hjá Alþingismönnum að neita að hlýða ákvörðun meirihluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um að landinu verði sett ný stjórnarskrá byggð á tillögu stjórnlagaráðs, en ætla síðan að samþykkja einir og sér, og án atbeina þjóðarinnar, aðskilnað ríkis og kirkju, sem meirihluti kjósenda hafnaði í sömu þjóðaratkvæðagreiðslu? Geta þingmenn orðið mikið ósvífnari en þetta?
Til upprifjunar, úrslit í
þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012:
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði
lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já: 66,9% gildra atkvæða
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði
ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Já: 57,1% gildra atkvæða
Er það ekki undarlegur lýðræðisskilningur hjá Alþingismönnum að neita að hlýða ákvörðun meirihluta kjósenda.
Ég myndi ætla að þessi niðurstaða
skyldaði Alþingi til að samþykkja stjórnarskrá samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs
með þeirri undantekningu að fella burt úr tillögunum ákvæði um aðskilnað ríkis
og kirkju. Þegar það er búið geta þingmenn reynt að afla fylgi við hugmyndir
sínar um breytingar á hinni nýju stjórnarskrá. En fram að því að Alþingi hefur
farið að vilja meirihluta kjósenda eru aðrar útgáfur að stjórnarskránni ekki á
dagskrá þingsins. Það er bara svo. Þjóðin hefur talað, þið eigið að hlýða.
Er það ekki undarlegur
lýðræðisskilningur hjá Alþingismönnum að neita að hlýða ákvörðun meirihluta
kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um að landinu verði sett ný stjórnarskrá byggð
á tillögu stjórnlagaráðs, en ætla síðan að samþykkja einir og sér, og án atbeina
þjóðarinnar, aðskilnað ríkis og kirkju, sem meirihluti kjósenda hafnaði í sömu
þjóðaratkvæðagreiðslu? Geta þingmenn orðið mikið ósvífnari en þetta?
Til upprifjunar, úrslit í
þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012:
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði
lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já: 66,9% gildra atkvæða
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði
ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Já: 57,1% gildra atkvæða
Ég myndi ætla að þessi niðurstaða
skyldaði Alþingi til að samþykkja stjórnarskrá samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs
með þeirri undantekningu að fella burt úr tillögunum ákvæði um aðskilnað ríkis
og kirkju. Þegar það er búið geta þingmenn reynt að afla fylgi við hugmyndir
sínar um breytingar á hinni nýju stjórnarskrá. En fram að því að Alþingi hefur
farið að vilja meirihluta kjósenda eru aðrar útgáfur að stjórnarskránni ekki á
dagskrá þingsins. Það er bara svo. Þjóðin hefur talað, þið eigið að hlýða.
(Ég tek fram að sjálfur er ég fylgjandi
aðskilnaði ríkis og kirkju og greiddi atkvæði samkvæmt því. Ég held að slíkur
aðskilnaður sé góður fyrir alla; ríkið, þjóðina, kirkjuna og andlegt líf í
landinu. En þjóðaratkvæðagreiðslur marka stefnu, sem öllum ber að beygja sig
undir; öllum sem vilja halda sig við lýðræði. Niðurstaða þjóðaratkvæðis er ekki
endanleg niðurstaða, við sem viljum aðskilnað getum enn unnið að því; en
þjóðaratkvæðagreiðsla tekur málið af dagskrá í góðan tíma. Ég myndi telja næsta
tækifæri aðskilnaðarsinna væri um 2032 til 2037. Þar sem þetta mál hefur einu
sinni verið lagt fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki hægt að breyta
því nema með annarri slíkri, sem þingsályktunartillagan gerir ekki ráð fyrir.
Mörg næstu árin og fram að næstu þjóðaratkvæðagreiðslu gildir því niðurstaða
atkvæðagreiðslunnar frá 2012. Sættið ykkur við það.)
Þessi frétt Þjóðin hefur talað, þið eigið að hlýða birtist fyrst á miðjan.is.