Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6197

Kipptu sér ekki upp við Panama-skjölin

$
0
0

Þeir sögðust einir hafa vald á efnahagsmálum og keyrðu landið lóðbeint í kaf.

Þorvaldur Gylfason.

Þorvaldur
Gylfason skrifar fína grein í Fréttablaðið í dag. Þar segir til dæmis:

„Vandi
stjórnmálanna er ekki bundinn við Bandaríkin og Bretland og ekki heldur við
hægri flokka. Skemmdin er víðtækari en svo. Evrópskir jafnaðarflokkar eru nú
margir líkt og flokkar frjálslyndra í miklum vanda og fylgi þeirra hefur dalað
eftir því. Á sænska þinginu voru flokkarnir lengi fimm og eru nú átta. Á þýzka
þinginu voru þeir þrír og eru nú sex. Hér heima voru þingflokkarnir lengi
fjórir – fjórflokkurinn! – og eru nú átta. Panama-skjölin klufu Framsókn í
tvennt.

Sjálfstæðismenn
kipptu sér þó ekki upp við Panama-skjölin, depluðu ekki auga, heldur varð
ágreiningur um ESB til að kljúfa flokkinn þegar Evrópusinnar stofnuðu Viðreisn.
Nú láta þjóðremblar flokksins ófriðlega. Þeir gera ágreining um orkumál – menn
sem hafa áratugum saman sólundað sameignum þjóðarinnar til sjós og lands í
hendur glæpamanna sem keyrðu bankana í kaf, útvegsmanna og erlendra
orkukaupenda á kostnað réttra eigenda, fólksins í landinu. Fari sem horfir mun
Sjálfstæðisflokkurinn skiptast upp í enn smærri og meðfærilegri einingar.“

Og
aðeins síðar:

„Sjálfstæðismenn
stjórnuðu landinu samfleytt frá 1991 til 2009, fyrst með Framsókn og síðan
Samfylkingu. Þeir sögðust einir hafa vald á efnahagsmálum og keyrðu landið
lóðbeint í kaf.“

Þessi frétt Kipptu sér ekki upp við Panama-skjölin birtist fyrst á miðjan.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6197