Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6196

Óhróður Moggans

$
0
0

Eitthvað mikið er í ólagi í stjórnstöð Moggans.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Leiðaraskrif Moggans hafa komið illa út í langan tíma. Viðvarandi ójafnvægi einkennir skrifin. Minna ádrepurnar á nátttröll sem sjá má víða í gilskornu landslagi Íslands. Skrifin þola svo illa dagsljósið.

Í nýlegum Mogga er ráðist með einstaklega ósmekklegum hætti á árangur Guðlaugs Þórs.

Ýmist eru settar fram órökstuddar staðhæfingar eða ráðist er á nafngreinda einstaklinga með ósæmilegum hætti. Nýjasta fórnarlambið er utanríkisráðherra. Í nýlegum Mogga er ráðist með einstaklega ósmekklegum hætti á árangur Guðlaugs Þórs. Svo grófar eru árásirnar að hann hlýtur að hugleiða viðbrögð við skrifunum.

Heilbrigðir menn samfagna Íslandi að ná fram mikilvægri ályktun í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Geri aðrir betur! En ekki Mogginn og er ráðherrann sagður styðja við vopnaða dópsala, mansalsgengi og annað samskonar ógeð á Filippseyjum.

Eitthvað mikið er í ólagi í stjórnstöð Moggans, allar tengingar eru í sundur. Svona málflutningur einkennir bara menn með óráði!  

Þessi frétt Óhróður Moggans birtist fyrst á miðjan.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6196