
„Hversvegna förum við ekki þessa leið í staðinn fyrir að hálfdrepa hvert annað með egghvössum hnífilyrðum í hvert sinn sem málið ber á góma?“
Skrif eftir Össur Skarphéðinsson:
„Helstu rök andstæðinga
orkupakkaræfisins eru einkum að samþykkt hans feli í sér afsal fullveldis til
yfirþjóðlegs valds. Sömuleiðis er staðhæft að hún leiði til að Íslendingar muni
tapa yfirráðum yfir orkuauðlindinni.
Látum liggja milli hluta hvort þetta er
rétt eða rangt.
Hin dulda fegurð í stöðunni felst í að
auðvelt er að tryggja að hvorugt gerist. Það þarf ekki nema taka upp í
stjórnarskrána sérstakt ákvæði um sameign þjóðarinnar á öllum auðlindum - og
málið er dautt! Hversvegna förum við ekki þessa leið í staðinn fyrir að
hálfdrepa hvert annað með egghvössum hnífilyrðum í hvert sinn sem málið ber á
góma?“
Þessi frétt Orkupakkinn og töfrar stjórnarskrárinnar birtist fyrst á miðjan.is.