Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6209

Kyrkingaról Mammons

$
0
0

Munar meira 100 milljónum í ofangreindu dæmi.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Örfáir fulltrúar gamla tímans hafa furðað sig á að banna eigi lengri verðtryggð húsnæðislán. Afleiðingin að mati þeirra er að greiðslubyrgði afborgana muni aukast svo mikið að efnaminni einstaklingar ráði síður við íbúðarkaup. Í þessu sambandi er mikið talað um verðtryggð lán til 40 ára. Bubbi Morthens kallar þessi lán réttilega kyrkingaról um háls alþýðunnar.

Það eru ekki nema 10 ár frá hruni og muna mjög margir íbúðarkaupendur eftir hvössum og blóðugum göddum verðtryggingar. Margir töpuðu aleigunni og fjölskyldur flosnuðu upp. Þetta vill engin sjá framar nema gamlir varðhundar Mammons!

Ólíkt vöxtum þá leggst verðtryggingin ofan á lán og getur stökkbreytt þeim auðveldlega. Þrengir kyrkingarólin þá hratt að án þess að skuldarinn geti varist vargnum. Með verðtryggingu á sér stað eignatilflutningur frá skuldara til lánara (Mammon).

Það er ekki óalgengt að fjölskylda skuldi 30 milljónir í húsnæðislán. Ef verðbólga er 6% að jafnaði á 40 ára tímabili þá hefur sama fjölskylda borgað 175 milljónir í verðbætur, vexti og afborganir m.v. 3,6% árlega vexti. Ef sama fjölskylda hefði tekið óverðtryggt lán á 6,82% föstum vöxtum þá væri fjölskyldan búin að greiða 71 milljón í vexti og afborganir. Munar meira 100 milljónum í ofangreindu dæmi. Þetta er ósæmileg eignatilfærsla frá skuldara til Mammons.

Þeir sem enn þá tala fyrir verðtryggðum 40 ára lánum vegna lægri mánaðarlegra afborgana eru um leið að réttlæta að skuldari borgi fyrir það dýru verði eða 100 milljónir króna í 6% verðbólgu miðað við 3,6% ársvexti. Það gerir 2,5 milljónir á ári að jafnaði.

Það er ekki ástæðulaust að Bubbi kallar lánin gaddaða kyrkingaról.

Þessi frétt Kyrkingaról Mammons birtist fyrst á miðjan.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6209