Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6196

Keppnin við Costco lækkar vöruverð

$
0
0
Árni Gunnarsson fyrrrverandi fréttamaður og alþingismaður.

Nú er hafin mikil samkeppni milli verslana um verð á ýmsum vöruflokkum. Meginástæðan er sú, að bandaríska heildsölu- og samvinnuverslunin Costco hefur opnað og býður verð á ýmsum vörutegundum, sem er oft er lægra en hér hefur áður sést. Nú hefur komið í ljós, að íslenskar verslanir, sem keppa við Costco, geta lækkað smásöluverð um verulegar fjárhæðir.

Ég velti því fyrir mér hvaða áhrif þessi samkeppni á eftir að hafa á vísitölu neysluverðs. Ég velti því líka fyrir mér hve háar fjárhæðir neytendur hafa greitt vegan hins háa vöruverðs, sem hér hefur ríkt um áratugaskeið, og hvaða áhrif það hefur haft á vísitöluna, sem aftur hefur haft áhrif á verðtryggingu lána. Skyldu íslenskir neytendur ekki hafa greitt nokkra miljarða sökum ónógrar samkeppni á neysluvörumarkaði og vegna hækkunar á verðtryggingu, sem af hefur leitt. Það er alltaf almenningur, sem pungar út, hvort sem það er til að bjarga bönkum eða vegna himinhás verðlags.

Árni Gunnarsson.

Þessi frétt Keppnin við Costco lækkar vöruverð birtist fyrst á miðjan.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6196