Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6209

Þrengt er að fullveldi okkar

$
0
0

Ragnar Önundarson.

Ragnar Önundarson skrifar:

Bankar, greiðslukortafélög, olíufélög, tryggingafélög, skipafélög, flugfélög, dagvöruverslun, byggingavöruverslun, steypustöðvar, apótek, fjölmiðlun, símafélög, ... ofl. ofl. eru fákeppnisfélög, sem eiga sér sameiginlegt að forðast verðsamkeppni. Samkeppnin getur verið mikil í gæðum, þjónustu og um bestu / stærstu bitana, en almennir viðskiptavinir bera sjálftökulaun og -arð, bónusa og kauprétti eigenda uppi.

Nýlega færðist samþjöppunin í aukana með samruna olíufélaga við dagvöruverslanir. Samkeppnisreglur ESB ganga (eins og Adam Smith) út frá virkum mörkuðum, sem varla finnast hér. Íbúar landsins eru álíka margir og í evrópskri smáborg, td. Bergen. Í von um að njóta nálægðar við fullkomnari markaði gengum við í EES, sem er umgjörð evrópsks kapítalisma. Sú umgjörð hefur ekki reynst okkur nógu vel. Skondið er að harðsnúnum evrópusinna hefur verið falið að leiða mat á árangrinum. Smám saman er þrengt að fullveldi okkar. Erlendum fjárfestum með erlenda laxastofna er td. veittur aðgangur að viðkvæmri náttúru, til að skapa erlendu vinnuafli atvinnu. Sjálfstýringin er á og flugmennirnir sofnaðir.

Þessi frétt Þrengt er að fullveldi okkar birtist fyrst á miðjan.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6209