

Haukur Arnþórsson skrifar:
Það er spennandi markmið - og kannski gerir ríkisstjórnin það að veruleika - að hafa fjóra forstjóra allra ríkisstofnana. Af því að það eru fjórir flokkar í ríkisstjórn og getur þá hver og einn átt sinn forstjóra. Stórsnjallt. Skipir engu máli í þessu sambandi að stofnanirnar eru örsmáar á alþjóðlegan mælikvarða og að stjórnsýslufræðingar vilja frekar sameina þær og fækka forstjórum.
Mér finnst þessi hugmynd um Seðlabankann sérstaklega íslensk - hún vísar langt aftur í tímann (að fortíð skal hyggja...) og leysir pólitískar þrætur um ráðningar.
Þessi frétt Fjóra forstjóra í allar stofnanir birtist fyrst á miðjan.is.