Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6199

Kjarabarátta ríkisstjórnarinnar

$
0
0

Svigrúmið er miklu meira til jöfnunar en lýst hefur verið yfir.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Yfirlýsing fjármálaráðherra staðsetur ríkisstjórnina til hægri í
kjarabaráttunni. Rangfærsla ráðherrans að krafist er 85% hækkunar lágmarkslauna
veldur þessu. Í raun hljóða kröfurnar upp á 14% hækkun á ári eða samtals 42% á
þremur árum. Takmarkið er að lágmarkslaun dagvinnu dugi til fullrar framfærslu.
Ráðherrann hlýtur að hafa ruglast í ríminu. Hugur hans hefur verið límdur við
82% launahækkun bankastjóra Landsbankans.

Það færi betur að ráðherrann endurhugsi boðaðar skattabreytingar til
næstu fjögurra ára. Í þeim felst að ráðstöfunartekjur lægstu launa hækka um 350
krónur á mánuði á núvirði. Það jafngildir 2 lítrum af mjólk. Sá sem er með
850.000 krónur í mánaðarlaun verður með 1.600 krónur meira til ráðstöfunar. Það
eru 11 lítrar af mjólk. Hér munar fimmfalt í lítrum talið.

Svigrúmið er miklu meira til jöfnunar en lýst hefur verið yfir og það á
að nota til að auka ráðstöfunartekjur lægstu launa svo endar nái saman. Annað
er skammarlegt. Forsætisráðherrann kallar ofangreint prógressífa jöfnun launa.
Ráðherrann gleymdi bara formerkinu. Verið er að jafna ráðstöfunartekjur inn á
miðjuna og upp á við, en ekki toga ráðstöfunartekjur lægstu launa upp.

Þessi frétt Kjarabarátta ríkisstjórnarinnar birtist fyrst á miðjan.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6199